fyrir 4
2-4 stk. tómatar, gróft skornir
2 stk. rauð paprika, gróft skorin
1 stk. laukur, gróft skorinn
2 stk. chili, fínt skorið
4 hvítlauksgeirar, smátt skornir
1 dós tómatar
Salt og svartur pipar frá Mabrúka eftir smekk
1 tsk. chili-flögur
1 tsk. harissa
Smá steinselja/kóríander til þess að skreyta
6-8 stk. egg
Byrjið á að hita stóra pönnu með góðri ólífuolíu á. Setjið allt grænmetið á pönnuna og steikið við miðlungshita. Þegar grænmetið er farið að mýkjast bætið við tómötum í dós og kryddið svo til. Þegar þið eruð sátt við bragðið brjótið þá eggin yfir. Gott er að setja lok yfir pönnuna, þá hjálpar gufan til við að elda eggin hraðar. Þegar eggin eru klár er gott að setja smá steinselju og eða kóríander yfir.